Tímamót Þórunnar

Punktar

Vegalaust vegakort var samþykkt á Balí-ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í gær. Engin markmið eru í ályktun loftslagsfundarins. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir vegalausa vegakortið marka tímamót. Þar féllu ríki Evrópu frá kröfunni um 25-40% samdrátt loftmengunar auðríkjanna fyrir 2020. Bandaríkin stóðu ein gegn henni og tókst á síðustu metrunum að fleygja skrúflykli í gangverkið. Allt stóð fast og ríki heimsins hafa ekki nein markmið í verndun loftslagsins. Það er til marks um sljóa umhverfisstefnu Íslands, að ráðherra landsins skuli nota orðið “tímamót” um uppgjöf sína.