Sá tímarit á biðstofu í gær, hét HLH. Í enskri kynningu segir ritstjórinn, að það eigi fyrst og fremst að sinna sjálfselsku fólks (self indulgence). Einnig líkamlegri heilsu og persónulegu útliti. Loks eigi það að fylgjast með tízkunni (trends). Ég sá strax, að þetta var tímaritið, sem Íslendinga vantar. Það getur runkað hinni hömlulausu sjálfsást, sem einkennt hefur síðustu ár. Er hnakkablað, þar sem allir úða sig ilmvötnum og ganga í fötum samkvæmt skipunum að ofan. Hentar fólki, sem hefur alls engan áhuga á neinu nema sínu örsmáa sjálfi. Þetta er post-citizen tímarit fyrir algera bjána.