Tímaskekkja Landsvirkjunar

Punktar

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir Landsvirkjun “verða að gera sér grein fyrir, að nú séu ný viðhorf við stjórnvölinn og alls ekki sé um að ræða neina sjálfsafgreiðslu í þessum málum lengur.” Hér er rösklega talað um Norðlingaölduveitu. Stjórnarsáttmálinn segir: “Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum verði tryggð þannig að það ná yfir hið sérstaka votlendi veranna.” Í sáttmálanum segir líka, að ekki verði virkjað við Langasjó, Brennisteinsfjöll, Hveravelli, Kerlingarfjöll, Kverkfjöll, Torfajökul, Öskju og Jökulsá á Fjöllum. Og Framsókn fær senn að fjúka úr Landsvirkjun.