Fremstur í firringunni er bankinn, sem er að meirihluta í eigu þjóðarinnar. Árshátíð Landsbankans í gærkvöldi var í 2007-stíl með humar og naut og önd. Þessi banki gengur harðast fram í að afskrifa skuldir fjárglæframanna og kvótagreifa. Og að ríghalda jafnframt í skuldir almennings. Landsbankinn sýnir, að bönkunum er stjórnað af nákvæmlega sam konar bófum og settu þá á hausinn árið 2008. Veizluglaðir siðleysingjar ögra þjóðinni. Sigurjón P. Árnason skálaði 2008, Ásmundur Stefánsson skálaði 2009 og Steinþór Pálsson skálar 2010. Allir eins, tifandi tímasprengjur, sem framkalla byltinguna.