Tímavél í ráðhúsið

Punktar

Glæsilegt og nákvæmt er líkan Finns Arnar Arnarsonar og Þórarins Blöndal af Aðalstræti ársins 1905. Svo lík er tímavélin fyrirmyndinni, að trén eru í réttri hæð þess tíma og lóðir fullar af ýmsu dóti. Svo ekki sé talað um þakrennur og gluggaumbúnað. Reykjavíkurborg á að kaupa þetta líkan og fá það víkkað út til Kvosarinnar allrar eins og hún var á þessu merkisári. Víkkað líkan á heima í aðalsal ráðhússins í stað Íslandskortsins. Tímavélin getur þar gagnast bæði skólum og ferðafólki til að sýna aðstæður í borgarmiðjunni fyrir rúmlega hundrað árum. Áður en arkitektar eyðilögðu heildarsvipinn.