Les í Varðturninum, tímariti Votta Jehóva, að Adam og Eva hafi verið rekin úr Eden um 4000 árum fyrir Krist. Og frá þeim sé allt mannkyn komið. Stingur í stúf við fornleifarannsóknir. Um þetta leyti var landbúnaður rekinn vítt um Afríku, Asíu, Evrópu og Ameríku. Tíuþúsund íbúa borgir voru risnar, þar á meðal Jeríkó fyrir botni Miðjarðarhafs. Kóngar voru víða risnir til valda og virðingar. Korn var ræktað, húsdýr komin til sögunnar, ekki má heldur gleyma bjórnum. Skrítið er, að enn í dag skuli kristnir söfnuðir halda fram firrum, sem rannsóknir hafa hrakið. Vekur ekki traust á öðrum kenningum safnaðarins.