Sérkennilegir eru þessir timburpallar og timburstigar, sem reistir hafa verið við ferðamannastaði. Áberandi á Þingvöllum, við Gullfoss, á Hveravöllum og raunar miklu víðar. Allt þetta timbur stingur í stúf við umhverfið og er þar að auki rosalega hált í bleytum við frostmark. Það hlýtur að vera hægt að hanna umhverfisvænni varnir við ágangi fólks, til dæmis með steinum og hraunhellum. Líklega verður rótað til í þessum málum, þegar búið er að losna við verkfælna Ragnheiði Elínu Árnadóttur ráðherra. Þá verður gott að hafa alla hönnun við ferðmannastaði miklu nákvæmari og umhverfisvænni og einkum þó fegurri en núna.