Tíu ár til stefnu

Punktar

Brezkir náttúruvísindamenn reyna að opna augu ráðamanna fyrir yfirvofandi breytingum á loftslagi. Á ráðstefnu um helgina sagði Peter Smith prófessor, að einungis tíu ár séu til dómsdags. Fyrir þann tíma þurfi að grípa til róttækra ráðstafana, annars verði veðurbreytingar ekki viðráðanlegar. Hann telur lausnina felast í virkjun sjávarfalla. Virkjun í mynni fljótsins Severn eins muni leysa 10% af orkuþörf Bretlands. Hann kvartar yfir afskiptaleysi stjórnvalda af þessum kosti. Og óttast, að menn vakni ekki, fyrr en þinghúsið í London stendur í tvegja metra djúpu vatni.