Brezka læknafélagið sagði um helgina, að eitt af hverjum tíu börnum á aldrinum 5-16 ára þjáðist af “sífelldum og alvarlegum geðtruflunum”. Í nýrri skýrslu félagsins segir, að lélegt fæði og aukin áfengisneyzla kunni að vera hluti af ástæðunni. Einkum er þó bættur efnahagur tengdur aukinni geðveiki barna samkvæmt skýrslunni. Einnig er þar minnst á aukinn þrýsting á börn í skólum, aukinn þrýsting í aldurshópi þeirra og fækkun á reglum, sem foreldrar setja börnum sínum. Það er greinileg erfitt hlutskipti að alast upp í vestrænum nútíma.