Frá Bjarnalækjarbotnum að Sóleyjarhöfðavaði í Tjarnarveri.
Þetta er síðasti hluti hinnar vörðuðu Sprengisandsleiðar á Gnúpverjaafrétti. Handan Sóleyjarhöfðavaðs á Þjórsá tekur hinn eiginlegi Sprengisandur við. Leiðin liggur um Eyvafen, Vaðöldur og Tjarnarver þar sem gangnamannaskálarnir Tjarnarver standa. Innan við skálana er farið um móa. Leiðarlok eru við sæluhúsið Bólstað við Sóleyjarhöfðavað á Þjórsá. Sæluhúsið er gamalt torfhús. Þetta var alfaraleið að fornu og hér fór Þórður kakali, þegar hann flúði undan Ásbirningum til Suðurlands að safna stuðningsmönnum. Nú á tímum fara hestamenn sjaldan þessa leið. Meira er farið um Tjarnarver og Arnarfell og síðan yfir Þjórsárkvíslar.
Förum frá Bjarnalækjarbotnum fyrst austur og niður einn kílómetra að Sprengisandsleið. Fylgjum þar hinni gömlu og vörðuðu Sprengisandsleið að Þjórsá til norðurs. Fyrst förum við norðaustur og í krók upp fyrir Loðnaver og um Digruöldu í Kjálkaversgil. Síðan áfram á vaði yfir Kisu og upp með henni austan ár í jaðar Fjórðungssands. að vegamótum, þar sem leið liggur til norðurs í Setrið. En við höldum áfram norðaustur um Norðurleit í Krók við Þjórsá og síðan með ánni og yfir Hnífá að skálanum í Tjarnarveri.
26,1 km
Árnessýsla
Skálar:
Bjarnalækjarbotnar: N64 24.833 W19 09.826.
Tjarnarver : N64 31.948 W18 49.139.
Nálægir ferlar: Kóngsás, Fjórðungssandur, Háumýrar.
Nálægar leiðir: Hnífárver, Blautakvísl, Sóleyjarhöfðavað, Arnarfellsalda, Rjúpnafell.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Vörðuvinafélagið