Frá Fagradal í Hrunamannahreppi að Fossi.
Var áður fjölfarin reiðleið, en er orðin erfiðari vegna girðinga á Fossi. Flestir taka krókinn austan Hlíðarfjalls og fara norður í Tungudal.
Byrjum við Litlu-Laxá í Fagradal milli Kaldbaks og Tungufells. Förum norður frá ánni og síðan vestur og suðvestur niður fjallið hjá Fossi.
3,6 km
Árnessýsla
Nálægir ferlar: Fagridalur.
Nálægar leiðir: Skipholt, Hrunamannahreppur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort