Tóbakið svælt út

Punktar

Írar hafa fyrstir þjóða í Evrópu bannað reykingar á vinnustöðum og veitingastöðum. Þeir fylgja þar fordæmi New York og Kaliforníu, þar sem slíkar reykingar hafa verið bannaðar í nokkur ár. Búizt er við, að Norðmenn fylgi í kjölfar Íra um mitt árið og síðar gervallt Evrópusambandið. … Góð er reynslan af banninu vestan hafs. Ekki rættust illar spár um minnkaða aðsókn að vínveitingastöðum og kaffihúsum. Opinberar tekjur af greininni hafa hækkað og skráðum starfsmönnum hefur fjölgað. Í Kaliforníu hafa tekjur hins opinbera hækkað úr 25 milljörðum í 37 milljarða dollara. …