Tóbaksbannið

Punktar

Alþjóðlegt bann við auglýsingum á tóbaki tók gildi í gær og nær til 57 ríkja, þar á meðal allra helztu ríkja heims, nema auðvitað Bandaríkjanna. Ísland er aðili að banninu, sem gerir líka ráð fyrir aðvörunum á umbúðum tóbaks, aðgerðum gegn óbeinum reykingum og hækkun á tóbaksverði. Þetta bann var lengi í vinnslu, því að Bandaríkin gerðu það sem þau gátu í Alþjóða heilbrigðisstofnuninni fyrst til að hindra það og síðan að vatna það út. Síðan bannið tók gildi hafa Bandaríkin ekki lengur atkvæðisrétt um frekari þróun þess, svo að gera má ráð fyrir, að sum ákvæðin verði hert.