Vísindasamfélagið er 95% þeirrar skoðunar, að mannkynið eigi við að glíma lífshættulegan loftslagsvanda af mannavöldum. Þeir, sem ekki viðurkenna það, eru flatjarðarsinnar nútímans. Minnihlutinn er skipaður fátæklingum, sem þiggja peninga frá róttækt hægri sinnuðum stofnunum. Þær stofnanir eru reknar fyrir fé mengunarfyrirtækja á borð við Exxon. Þessar stofnanir og fátæklingar þeirra reka svonefnd tóbaksvísindi. Orðið er til minningar um vísindamenn, sem áður studdu tóbaksauðvaldið. Flatjarðarsinnar nútímans með tóbaksvísindi sín skipa því miður umfangsmikinn sess í fjölmiðlaumræðunni.