Tóbaksvísindi fyrir lata

Punktar

Hópar heimsfyrirtækja telja sig hafa hag af að neita umhverfisvandræðum. Fremst eru þar í flokki olíufélög, ExxonMobil og Shell, sem vilja reisa olíuhreinsun á Vestfjörðum. Í hópnum eru fyrirtæki, sem valda mengun. Þau studdu George W. Bush til valda í Bandaríkjunum. Kosta stofnanir svonefndra tóbaksvísinda. Það eru stofnanir, sem ráða fátæka og ósvífna vísindamenn til að afneita staðreyndum. Þær heita fögrum nöfnum og matreiða efni fyrir lata blaðamenn og þáttastjórnendur. Stuðningur við þessa hagsmuni finnst einkum á hægra jaðri stjórnmálanna, hjá frjálshyggjumönnum og fasistum.