Frá Kvíum í Lónafirði um Töfluskarð að Hafnarskarðsleið milli Veiðileysufjarðar og Hornvíkur.
Ómerkt leið.
Förum frá Kvíum norður Kvíadal og upp úr dalbotninum. Síðan áfram norður fjallið vestan undir fjallsbrúnunum og komum að leiðinni um Hafnarskarð rétt undir skarðinu. Sú leið liggur milli Veiðileysufjarðar og Hornvíkur.
12,1 km
Vestfirðir
Erfitt fyrir hesta
Nálægar leiðir: Lónafjörður, Kvíafjall, Hafnarskarð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort