Sérgrein lögmanna er að toga og teygja tungumálið. Ríkisendurskoðandi hefur ákveðið, að karl og öll fyrirtæki, sem hann á 100%, séu ótengdir aðilar. Þetta, eins og margt annað, er ákveðið til að auðvelda skattsvik. Af sömu ástæðum eru feðgarnir Björgólfur og Björgólfur ekki tengdir aðilar. Ekki heldur Sigmundur Davíð og frú. Þetta eru allt aðilar ótengdir með öllu. Þannig er búið að skilgreina upp á nýtt skattalega merkingu orðsins „tengdur“. Hún er önnur en hin hefðbundna merking. Fyrir stuttu voru skattsvik kölluð skattasniðganga og hættu þá að vera skattsvik. Þetta hugarfar er sérgrein lögfræðingastéttarinnar.