Það líkist því, að löggan hér gæti ekki fundið mann í Keflavík. Í tólf ár hefur stríðsglæpamaðurinn Radovan Karadzic farið huldu höfði meðal Serba í Bosníu. Þar þykjast stjórna Sameinuðu þjóðirnar, Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið. En ekkert gengur í þessu þrönga héraði. Karadzic er þar á stöðugu ferli milli stuðningsheimila og orþódoksra klaustra. Í tólf ár. Skrítnara er en orð fá lýst, að ýmis voldugustu samtök heimsins ráða ekki við að koma honum undir manna hendur. Eina skýringin á getuleysi þeirra er, að þar fari saman einstæð spilling og einstæður verkkvíði. Í heil tólf ár.