Tólf mínútur

Punktar

Hinn guðdómlegi forsætisráðherra okkar þoldi forustumenn stjórnarandstöðunnar í tólf mínútur. Þar af talaði hann sjálfur í sex mínútur. Þegar andstæðingarnir höfðu talað í tvær mínútur á mann, var honum nóg boðið. Hann sagði fundinum slitið og æpti á þá að hypja sig út í hvelli. … Þetta var ekki bara götustrákurinn að snapa fæting. Þetta var götustrákurinn, sem var orðinn að kóngi, er lítur á það sem hegðunarvandamál, ef einhver lýsir andstöðu við skoðanir hans. Þetta var maður, sem var orðinn ófær um að juða mönnum til samkomulags, ófær um að vera sáttasemjari stjórnvalda. …