Tólf týndir milljarðar

Punktar

Fyrir kosningar lofaði Framsókn að spýta 12-13 milljörðum í Landspítalann. Eftir kosningar ítrekaði Vigdís Hauksdóttir 12-13 milljarðana. Þeir fóru svo bara í kvótagreifana. Nú hefur Björn Zoëga forstjóri sagt af sér, því að hann sér ekki týnda féð á fjárlögum. Þótt spítalinn sé að hrynja. Kristján Þór Júlíusson, sjálfur spítalaráðherrann, er hlaupinn í felur. Meira að segja Vigdís Hauksdóttir er hætt að bíta í skjaldarrendur og er hlaupin í felur. Landlæknir kemur fram og segir þetta ekki ganga lengur, flótti sé brostinn á í hópi lækna. Kvótagreifar smjatta, en fólk fer senn að deyja.