Rannsóknir sænskra og íslenzkra vísindamanna benda til, að skeið og tölt erfist í ákveðnum hlutföllum. Þannig að óhætt sé að rækta tölt í hrossahóp án þess að missa stofninn yfir í brokk. Tölt hefur meira sölugildi til skamms tíma en skeið hefur. Ýmsir hafa þó talið, að eindregin áherzla á tölt endi í brokki. Þeir benda á misheppnaðar tilraunir ræktenda Íslandshesta í Þýzkalandi. Samkvæmt nýju rannsókninni má taka lífsýni úr hrossum og finna, hvort þau séu arfhrein og alhliða skeiðhross, brokkhross með tölti eða hrein brokkhross án skeiðs. Opnar spennandi víddir fyrir ræktun íslenzkra hrossa.