Tölur Framsóknar skelfa mest

Punktar

Framsóknarflokkurinn er verst staddur. Fjárheimtur hans árið 2006 eru svo skelfilegar, að þær þola ekki dagsljósið. Aðrir flokkar hafa birt lista yfir helztu styrktaraðila. Ljóst er af þeim, að Samfylkingin hefur undanfarin ár verið jafnháð útrásarbönkum og útrásarvíkingum og Sjálfstæðisflokkurinn. Við skiljum núna, hvers vegna vanhæf ríkisstjórn þeirra sat með hendur í skauti í aðdraganda hrunsins og eftir það. Flokkarnir tveir voru báðir á framfæri útrásarbanka og útrásarvíkinga, þótt tölur Samfylkingarinnar séu öllu lægri. Framsókn var örugglega líka pólitískur armur útrásarbanka og útrásarvíkinga.