Ólöf Nordal ráðherra segir hælisleitendur ekki senda til Ungverjalands, Ítalíu og Grikklands, þeim sé þar hætta búin. Af því tilefni byrjar Útlendingastofnun átak í að senda þá til Grikklands. Hvað er í gangi, er Ólöf Nordal eins konar Eygló Harðardóttir úti í mýri? Þarf ekki að skoða stofnun, sem þarf bara tölvu til að segja nei. Stofnunin hefur tugi lögfræðinga til að skoða hælisleitanda árum saman. Að lokum segir tölvan alltaf nei, það er innbyggt. Þótt hinir brottreknu séu í vinnu og taki þátt í samfélaginu. Er ekki verið að flytja inn starfsfólk? Af hverju er rugluð Kristín Völundardóttir ennþá forstjóri þarna?