Rekstur Aurum-málsins fyrir Héraðsdómi byggðist að mestu á tölvupóstum. Það er ekki fyrsta dómsmálið af því tagi. Það sérkennilega í þessu tilviki var, að meirihluti dómara hafnaði sönnunargildi tölvupósta: „Þótt sönnunarmatið sé frjálst er sú leið ótæk að mati dómsins að byggja sönnun í málinu á túlkun á tölvupóstunum sem eru, a.m.k. að hluta, andstæðir framburði ákærðu og/eða vitna fyrir dómi.“ Ég hef enga trú á, að þessi niðurstaða haldi vatni. Allur póstur hlýtur að vera gildur sem málsgagn, jafnt tölvupóstur sem annar. Þegar meðdómari er að auki grunaður um að vera vanhæfur, hringja viðvörunarbjöllur.