Tölvur í stað dómara

Hestar

Ég vil leggja niður hestadómara og taka í staðinn upp tvenns konar mæla. Fyrst og fremst lófastóran jarðskjálftamæli, festan í hnakknef. Hann sendir skilaboð í tölvu í dómhúsi. Mældur er hristingur á öllum gangi. Því minni hristingur, þeim mun hærri einkunn. Síðan þarf hljóðmæli, þegar hesturinn er látinn hlaupa á trépalli. Því réttari, sem taktur hljóðsins er fyrir þá gangtegund, þeim mun hærri einkunn. Dómar úr þessum tveimur mælum verða réttlátari en dómar manna. Þeir komast nær því að veita íslenzka hestinum þá mýkt, sem á að gera hann frægan. En gerir ekki meðan hopp fær hæsta dóma.