“Á sama tíma er allt í tómu tjóni í einkalífi yfirmanna stöðvarinnar, þeirra … og Orra Haukssonar.” “… gengur yfirmönnum stöðvarinnar illa að fóta sig í einkalífinu.” Þessi ummæli í DV voru dæmd dauð og ómerk í héraðsdómi í dag. Dómurinn er gott dæmi um endemis ruglið, sem hefur tekið völdin hjá dómurum. Hugtakið einkamál belgist út yfir allan þjófabálk. Skilnaður er auðvitað tjón í lífi fólks og sýnir erfiðleika við að fóta sig. Nýstárlegar skilgreiningar dómstóla á einkalífi eru séríslenzkar og langt út af kortinu. Skilnaður er opinber athöfn og fjölmiðlar mega túlka opinberar athafnir.