Kosningar eru í nánd hjá helztu stuðningsmönnum í Evrópu við stríðið í Írak, Tony Blair og Silvio Berlusconi. Í báðum löndum er almenningur algerlega andvígur stríðinu, svo að forsætisráðherrarnir eru farnir að draga í land. Blair hefur tapað miklu fylgi í könnunum og er farinn að muldra um brottför brezka hersins á næsta ári og Berlusconi ætlar að hefja brottförina fljótlega. Önnur stuðningsríki í Evrópu eru á sömu leið, Úkraína og Holland hafa þegar byrjað brottför sína og Búlgaría byrjar senn. Enda eru samtök hinna viljugu eða staðföstu orðin samtök hinna staðlausu.