Torsótt bandalag

Punktar

Undanfarið hefur verið talað fyrir eins konar kosningabandalagi vinstri flokka í næstu kosningum. Þetta er eingöngu fólk úr Samfylkingunni og Bjartri framtíð, þeim flokkum, sem liggja við dauðans dyr. Vill skiljanlega ná sér í far fyrir framhald á þægilegri innivinnu eftir kosningar. Væntanlega eiga píratar að vera burðarklárinn. Ég efast um, að þar sé áhugi fyrir slíku bandalagi. Jafnvel ekki áhugi á málefnasamningi. Píratar hafa lagt fram tvö alkunn og ófrávíkjanleg skilyrði fyrir samstarfi í ríkisstjórn. Aðrir flokkar geta fallizt á skilyrðin eða látið það vera. Geta einnig sett fram sín skilyrði, ef einhver skyldu vera.