Torsótt hundahreinsun

Punktar

Kannanir MMR og Gallup á fylgi flokkanna eru nánast samsíða. Smávægilegur munur er á tímasetningunni, Gallup-könnunin 14-22.apríl og MMR-könnunin 22.-26.apríl. Báðar eiga þær að ná til afleiðinga aflandseyjamála. Samkvæmt þeim hafa Píratar 27-29% fylgi, Sjálfstæðis 27-28%, Vinstri græn 14-18%, Framsókn 11%, Samfylking 8-10% og Björt framtíð 3-5%. Það stingur í augu, að flokkar spillingar hafa ekki tapað fylgi frá marzkönnunum, Píratar hafa tapað og Vinstri græn unnið á. Fréttir af spillingu og svínaríi hafa ekki fælt fleiri kjósendur frá bófunum. Hafa fundið sinn botn í 40%, fara ekki neðar. Pólitísk hundahreinsun verður torsótt.