Gunnar Birgisson bæjarstjóri kvartar í sunnudagsmogga yfir tortryggni fólks. Hún magnast og trúgirni rýrnar. Er heilbrigðara ástand en hið fyrra, þegar spilling dafnaði í skjóli pukurs og leyndar. Nú vefengja menn landsfeðurna, sem eiga erfitt með að laga sig að þessum aðstæðum. Pukrið um IceSave samninginn sýnir það. Engin ástæða er til að verða trúgjarn á nýjan leik. Valdhafar og yfirstétt lagast ekki á skömmum tíma tortryggni. Fyrst eftir langvinna tortryggni fara pólitíkusar, skriffinnar og braskarar að haga sér almennilega. Enn skilja þeir ekki, að glóðir elds safnast að höfði þeirra.