Tossi á þingi

Punktar

Brynjar Níelsson þingmaður er í samkeppni í rugli við Vigdísi Hauksdóttur. Segir, að hálfar mánaðartekjur meðalfjölskyldu fari í að reka Ríkisútvarpið. 18.800 krónur á mann á ári eru 1.567 krónur á mann á mánuði. Örugglega innan við 5%, alls ekki nein 50%. Fullyrðing hans er því fjarstæða. Hugsanlega hefur hann týnt einu núlli í útreikningunum. Kannski biðst hann afsökunar á röngum tölum. Eða kennir einhverjum öðrum um og segist sæta einelti eins og Vigdís. Hún kenndi starfsliði Alþingis um rangar fullyrðingar sínar. Erfiðir eru þingmenn, sem skálda tölur og skeyta engu um augljósar staðreyndir.