Á Kaldbak er góður traktor, sem nýtist í girðingavinnu og til að hossast í silungsveiði. Laginn maður benti á traktorinn, er kemur honum ekkert við, sem líklega uppsprettu Ríkisútvarpsins til að innheimta afnotagjöld hans ein fimmtán ár aftur í tímann, eins og hjá sænskum ráðherrum. Engin veð hvíla á traktornum. Samt fær hann bréf á tveggja mánaða fresti um uppboð vegna afnotagjalda hins lagna manns. Eftir hvert uppboð fær traktorinn nýtt bréf um nýtt uppboð. Skyldi verklagið nokkuð breytast, þegar útvarpið verður OHF? Þetta hindrar kannski, að ég verði ráðherra í Svíþjóð. Ekki hér.