Traust myndast ekki í samfélaginu með því, að almenningur fari að treysta. Yfirstéttin verður fyrst að vinna fyrir trausti. Meðan ekkert samband er milli orða og gerða pólitíkusa, byggist ekki upp neitt traust. Pólitíkusar verða fyrst að vinna fyrir trausti. Meðan bankar haga sér eins og þeir gerðu fyrir hrun, byggist ekki upp neitt traust. Banksterar verða fyrst að vinna fyrir trausti. Álitsgjafar bera virðingu fyrir orðum hver annars í samtali fámiðla. En hlutverk þeirra er ekki að bera virðingu fyrir gerðum bófanna. Gagnrýni á bófa er ekki einelti, jafnvel þótt sjálfur biskupinn haldi það.