Samningur heilbrigðisráðherra vegna öryrkja var ekki einn. Samningarnir voru tveir. Sá fyrri var samningur hans við öryrkja upp á 1,5 milljarða og sá síðari var samningur hans við ríkisstjórnina upp á 1 milljarð króna. Svona vandi hefur áður einkennt ráðherrann í þessu máli og ýmsum öðrum. … Jón Kristjánsson skilur ekki hlutverk sitt sem ráðherra. Hann á ekki að vera sendisveinn fyrir hagsmunasamtök og ekki fyrirgreiðsluþingmaður, sem getur lofað upp í ermina á sér. Hann er ráðherra og þarf að standa og falla með niðurstöðum, sem verða í samningaviðræðum hans við hagsmunaaðila. …