Vísindamenn í Kaliforníu og Texas hafa rannsakað breytingar á starfi heilans, þegar traust byggist upp milli fólks. Niðurstöðurnar benda til, að traust sé grundvallaratriði í lífi manna eins og fæðuöflun og önnur fullnæging þarfa. Beitt var nýrri aðferð, svokallaðri MRI-skönnun heilans. Henry Fountain skrifar um þetta í New York Times.