Tregar og hægar tilraunir

Punktar

Tilraunir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til myndunar ríkisstjórnar eru að byrja að minna á tilraunir Þorsteins Pálssonar á sínum tíma. Tóku óratíma og almenningur fékk á tilfinninguna, að Þorsteinn kynni ekki fagið. Vissi ekki, hvernig hann ætti að fara að þessu. Þótt tilraunir Sigmundar hafi staðið í fimm daga, eru þær ekki byrjaðar enn! Er enn að reyna að finna út, hvernig sé hægt að fara í kosningaloforð Framsóknar. Og selja formönnum flokkanna þá tilgátu, að þau séu að einhverju leyti framkvæmanleg. Er semsagt hægfara að leita að formönnum, sem geta látið draga sig inn á þetta sérstæða sjónarmið.