Tregðast við að kaupa

Punktar

Enn dregst viku eftir viku, að skattrannsóknastjóri kaupi gögn um innistæður Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Bjarni Ben þykist hlynntur því, að gögnin verði keypt, svo framarlega, sem það sé löglegt. Erlendis þótti ekki ástæða til að beita orðhenglum til að tefja fyrir málinu. Þýzkaland keypti gögnin og gerði skattsvikurum tilboð, sem þeir þorðu ekki að hafna. Þýzka ríkið græddi hundruð milljarða á þessari aðgerð. Hér róa menn fram í gráðið og humma, þegar kaupin eru nefnd. Senn fara fyrstu mál af þessu tagi að fyrnast, án þess að ákvörðun hafi verið tekin. Seinagangurinn er nú á ábyrgð hins lina skattrannsóknastjóra.