Tregur flokkur

Punktar

Eini kosturinn við Jón Sigurðsson Seðlabankastjóra sem yfirvofandi formann Framsóknar er, að allir verða betri formenn en Halldór Ásgrímsson var. En þar með er líka öll sagan sögð um Jón, svo sem menn hafa séð í sjónvarpinu. Hann er bara einn þeirra, sem hafa atvinnu af að vera í flokknum, en hefur til viðbótar miklar í huganum. Eftir nokkur ár´í fílabeinsturni Seðló telur hann sig yfir aðra hafinn og er ófær um að tala við fréttamenn. Þar sem Framsókn er tregur flokkur, mun það taka hann þrjú ár að fatta, að Jón er vanhæfur formaður.