Frá Djúpuvík í Reykjafirði um Trékyllisheiði að Geirmundarstöðum í Steingrímsfirði.
Trékyllisheiði var fyrrum alfaraleið, en reiðleiðin er fáfarin í seinni tíð. Nú liggur jeppaslóð um syðri hluta leiðarinnar. Djúpavík er yfirgefin verstöð frá árunum 1917-1954. Þar eru húsakynni síldarbræðslustöðvar, sem nú nýtast sem síldarminjasafn. Þekkt hótel er rekið í verbúðunum.
Förum frá Djúpuvík suðsuðvestur og upp Kjósarhjalla, síðan suður um Skeifnabrjót á Trékyllisheiði. Að lokum suður um Brennihlíðarhögg að Geirmundarstöðum.
20,6 km
Vestfirðir
Skálar:
Trékyllisheiði: N65 51.599 W21 40.479.
Nálægar leiðir: Göngumannaskarð, Kambur, Naustavíkurskarð, Staðarfjall, Háafell, Tagl, Bassastaðaháls.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort