Tímaritið Editor & Publisher segir frá rannsókn, sem bendir til, að notkun bandarísks almennings á sjónvarpsfréttum hafi á átta árum aukizt úr 72% í 78% og á bloggfréttum úr 3% í 18%, meðan dagblaðafréttir hröpuðu úr 60% í 39%. Þetta eru alvarleg og dapurleg tíðindi, því að hvarvetna í vestrænu samfélagi eru fréttir blaða áreiðanlegastar og ítarlegastar, meðan komið hefur í ljós, að sjónvarpfréttir eru meira eða minna leikhús. Fyrra Persaflóastríðið er oft tekið sem dæmi um sigur sjónvarps yfir dagblöðum, þótt síðar hafi komið í ljós, að fréttir þess af stríðinu voru botnlaust rugl.