Tribbinn hefur látið á sjá

Fjölmiðlun

Keypti mér dagblað í gær í fyrsta sinn í tvær vikur. International Herald Tribune var í gamla daga nauðsynlegur partur af deginum, er ég var erlendis. Ekki lengur. Allt sem máli skipti í blaðinu var ég búinn að sjá á netinu um morguninn. Svo hefur þetta gamla fjölríkjablað látið á sjá, síðan New York Times tók það yfir. Textinn er orðinn geldur að hætti móðurblaðsins, efnið laslegt og blaðið fullt af textaauglýsingum, svokallaðri kostun. Engin furða er, að menn eru víða um vestræna heiminn að hafna dagblöðum sem fréttamiðli. Þau eru tæpast samkeppnishæf við vefinn og reyna það sum ekki einu sinni.