Engum með viti dettur í hug, að oddvitar al Kaída leggi í tölvusamskiptum á ráðin um hryðjuverk. Þeir vita eins og þú og ég, að Bandaríkin hlera símtöl og samskipti á veraldarvefnum. Þegar Bandaríkin loka sendiráðum, er það ekki vörn gegn hryðjuverkum. Enda kemur tröllasagan um blaður al Kaída á vefnum beint í kjölfar uppljóstrana um síma- og tölvuhleranir. Hún er misheppnuð tilraun til að segja fólki, að njósnir Bandaríkanna séu nytsamlegar og beri árangur. Barack Obama reynir að segja landsmönnum, að afnám borgaralegra réttinda sé bráðnauðsynlegt af öryggisástæðum. Það er allt og sumt.