DV birtir í dag tröllasögu af eignarhaldi Svisslendingsins Rudolf Lamprecht á jörðum í Mýrdal og Geithelladal. Hann endurnýjaði ekki veiðisamning við Stangaveiðifélag Keflavíkur. Það er réttur hans eins og annarra eigenda veiðiréttar. Lokaði jörðunum hins vegar ekki fyrir ferðafólki. Lögin banna það. Annar Svisslendingur, Ralph Doppler, komst upp með slíkt við Ormarsá á Sléttu. Þar var lélegur sýslumaður. En hestamenn eiga naglbíta og klipptu sig bara gegnum girðingu. Vandamál göngumanna og hestamanna af landeigendum eru lítil og snúa fremur að innlendum landeigendum, svo sem Seðlabankanum.