Tröllháls

Frá Engihlíð í Laxárdal um Tröllháls til Giljalands í Haukadal.

“Frá Svarfhóli í Laxárdal er farið upp fjallið og yfir það. Farið er um hlið á mæðiveikigirðingu undir Bjarnarfelli og áfram hjá Hesthallarvatni en þaðan er vegarslóði niður að Smyrlhóli í Haukadal. Þetta er sennilega ekki gömul reiðleið en hefur verið mikið farin á undanförnum árum.” (Hestamannafélagið Glaður)

Förum frá Engihlíð við Svarfhól hundrað metra norðaustur með þjóðvegi 59 að Kollugili. Förum suðaustur og upp hlíðina hjá Kollugili, síðan áfram á fjallinu milli Svarfhólshnjúka að norðan og Lágafells að sunnan. Förum þar austur, í 380 metra hæð undir Bjarnarfell og síðan suður á Svínafell, vestan Hesthallarvatns, og áfram á austurbrún Tröllháls í 420 metra hæð. Förum síðan sneiðinga suður og niður fjallið vestan Fanngils niður að Haukadalsá austan við eyðibýlið Smyrlahól. Þar erum við komin á leiðina um Haukadalsskarð milli Haukadals og Hrútafjarðar.

16,4 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Haukadalsskarð.
Nálægar leiðir: Villingadalur, Krossbrún.

Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Glaður, hestamannafélag