Trúað á einfaldar lausnir

Punktar

Fólk er rosalega trúað á lausnir. Trúir Steve Keen og Lilju Mósesdóttur, sem vilja prenta seðla út úr vandanum. Seðlarnir renni til skuldara og þaðan til banka og endi í Seðló, þar sem þeir voru prentaðir. Gylfi Magnússon er ekki svona trúgjarn. Spyr Lilju: Af hverju eru vandamál Grikklands ekki leyst á þennan einfalda hátt. Af hverju er ekki fátækt í Afríku útrýmt á þennan einfalda hátt. Staðreyndin er sú, að Lilja er sölumaður snákaolíu, sem mælir með sjónhverfingum. Hafa má það til marks um heimsku þjóðarinnar, að fjöldi manns trúir, að hægt sé að leysa vandamál skuldara með því að prenta seðla.