Kreppan rústaði gildandi hagfræði heimsins. Jafnvel Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, viðurkennir það. Hann var æðstiprestur trúar hagfræðinga á skilvirkni hins frjálsa og óhefta markaðar. Nú segist hann hafa haft rangt fyrir sér. Enginn nema Hannes Hólmsteinn talar lengur um haftalaust frelsi. Allir vita nú, að frelsið þarf regluverk og eftirlit. Hér á landi stofnuðu Davíð Oddsson og Geir Haarde til bankafrelsis með nánast engu regluverki og eftirliti. Þeir voru sannfærðir trúmenn á kenningar Hannesar og Greenspan. Sá trúarofsi er ástæðan fyrir hruni okkar samfélags.