Á Hótel Sögu í dag verður haldin trúarsamkoma verktakavina um byggð í sjó við Örfirisey. Þar fer Björn Ingi Hrafnsson með ritningarorðin og Gísli Marteinn Baldursson predikar fyrir altari. Safnaðarfólk vitnar um ágæti dýrra lóða úti í sjó. Enginn mun hins vegar vitna um aukinn hraða á hækkun yfirborðs sjávar. Að sjálfsögðu mun enginn vitna um landbrot sjávar í vor við Örfirisey. Alls ekki verður spáð í aukið öngþveiti í umferð á gömlum götum Vesturbæjar. Verktakar ætla ekki að borga fyrir neitt af þessu. Þeir ætla að selja áður. Þetta verður hugguleg trúarsamkoma, monní, hallelúja.