Trúin á töfralyf

Punktar

Ein nýjasta dellan í heimi heilsubótarefna er inntaka svokallaðra andoxunarefna í miklu magni að hætti metsölubókarinnar Your Miracle Brain eftir Jean Carper. Þetta getur verið beinlínis hættulegt, því efnin, sem andoxunin vinnur gegn, eru nauðsynleg. Yfirleitt má gera ráð fyrir, að fólk, sem borðar hollan mat, þurfi engin fæðubótarefni og eigi ekki að trufla líkamann með ofurefnum, hvort sem þau eru í drykkjum eða í töfluformi. Gömul og lífseig della er, að við notum aðeins 10% heilans og getum náð betri nýtingu með því að kaupa einhver galdralyf. Við þráum einfaldar lausnir og trúum því á töfralyf. Í Guardian í morgun skrifar Christopher Wanjek um gagnslausar og hættulegar heilsudellur af ýmsu tagi.