Hættulegt er að skilja í umræðunni milli trúar og brjálsemi terrorista. Trúin er miðlæg, þótt hættulegt fólk skýli sér oft undir yfirskini trúar. Öfgatrú er í eðli sínu hættuleg með því að framleiða skálkaskjól. Þá skiptir engu, hver trúin er. Kristnir öfgar geta verið jafn hættulegir og öfgar múslima. Núna er sveifla til öfga mest hjá múslimum. Mikið fé streymir frá Sádi-Arabíu til skóla í Pakistan og moska í Evrópu. Þar æsa sumir öfgaklerkar sannanlega upp andlega veikburða ungmenni og senda þau inn á veginn til vítis. Engin ástæða er til að gefa trúarbrögðum neinn afslátt af gagnrýni á aðild þeirra að terrorisma.