Byltingin vann stríðið í Líbýu, en tapaði friðnum. Allt er þar að færast í fyrra horf einu ári eftir stjórnarskipti. Á sama veg fer í Egyptalandi, þar sem frambjóðendur hers og trúar berjast um forsetavöld. Nútímafólk hefur þar engan séns, þótt Egyptaland sé eitt menntaðasta ríki múslima. Sama verður uppi á teningnum í Sýrlandi, verði Assad hrakinn burt. Í löndum múslima er ekkert hreyfiafl í átt til vestræns nútíma. Mannréttindi verða áfram virt að vettugi og siðir smám saman færðir í átt til miðalda. Nútíminn hentar ekki Múhammeð. Ekki heldur raunvísindi, kvenréttindi, ekki einu sinni gamansemi.